FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
10. nóvember 2021
K!M ENDURHÆFING KYNNIR HÁLS- OG HÖFUÐÁVERKA MÓTTAKA
K!M Endurhæfing opnar háls- og höfuðáverka móttakan í samstarfi við Heilsuvernd, Heilaheilsa og NeckCare. Markmið móttökunnar er að veita sérhæfða og árangurstengda þjónustu við einkennum háls- og höfuðáverka á einum stað. Lykillinn að árangursríkri meðferð við einkennum háls- og höfuðáverka er samhæfð nálgun í meðhöndlun einkenna. Á móttökunni starfar þverfaglegt teymi sjúkraþjálfara, sálfræðinga, íþróttafræðinga, heimilislækna, næringarfræðinga og markþjálfa sem vinna saman að því að veita heilstæða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Við höfum sérhæft okkur í mati og meðhöndlun háls- og höfuðáverka.
6. júli 2021
K!M ENDURHÆFING FÆRIR NÝSKÖPUN TIL ÍSLANDS
Fyrsta og eina SensoPro endurhæfingar- og þjálfunartækið er komin til Íslands! SENSOPRO býður upp á heildstæða þjálfun með áherslu á að styrkja einstaklinginn á þeim sviðum sem vantar upp á; jafnvægi, styrk, liðleika og samhæfingu. Skoðaðu myndbandið hér að neðan eða hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.
Til að bóka tíma eða fyrir frekari upplýsingar hafið sambandi við info@kimphysio.com.
1. maí 2021
K!M ENDURHÆFING BÝÐUR UPP Á NUDD
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að við höfum fengið til liðs við okkur Valerie heilsunuddara. Valerie hefur yfir 10 ára reynslu sem nuddari og býður upp á ýmsar tegundir nudds, þ.á.m. djúpvefja-, slökunar-, óléttu-, klassískt nudd og fleira. Hún mun starfa hjá okkur í hlutastarfi samhliða námi í Kvikmyndaskóla Íslands.
Til að bóka tíma eða fyrir frekari upplýsingar hafið sambandi við valerie@kimphysio.com.
13. April 2021
K!M ENDURHÆFING KANNAR NÝSKÖPUN
Í síðustu viku fékk K!M Endurhæfing í heimsókn doktorsnemann Ziva Majcen Rosker. Ziva er sjúkraþjálfari og vísindamaður við The institute of kinesiology í Celje, Slóveníu og kom hingað til að framkvæma hluta af rannsókn sem hún er með í gangi á einstaklingum sem hlotið hafa háls- eða höfuðáverka. Rannsóknir hennar og sérhæfðar meðferðir hafa hjálpað okkur að fá innsýn og þekkingu í vandamál og áskoranir þeirra sem þjást af höfuð- og hálsmeiðslum. Við rannsókn sína notar Ziva háhraða augnmælingar til að meta augnhreyfingar einstaklinga í kjölfar háls- og höfuðáverka. En fyrri rannsóknir hennar hafa sýnt hugsanlegan forspármátt augnmælinga í taugasjúkdómum. Niðurstöður núverandi rannsóknar hennar geta ýtt undir notkun augnmælinga í sjúkraþjálfun til að veita bestu mögulegu þjálfun skjólstæðinga með háls- eða höfuðvandamál.
Við búumst við nánu samstarfi við Ziva í bæði klínískri og rannsóknartengdri vinnu í framtíðinni.
6. April 2021
HARPA RAGNARSDÓTTIR GENGUR TIL LIÐS VIÐ K!M ENDURHÆFING
K!M Endurhæfing vill bjóða Hörpu Ragnarsdóttur innilega velkomna í sjúkraþjálfara teymi stofunnar. Harpa hefur starfað sem sjúkraþjálfari frá árinu 2015. Hún lauk sérfræðinámi í Íþróttasjúkraþjálfun árið 2021 þar sem hún rannsakaði bráð meiðsli í hnefaleikum á Íslandi með áherslu á heilaáverka. Hún hefur einnig lokið fjölda námskeiða innanlands sem utan tengdum sjúkraþjálfun, meðal annars í nálastungum. Auk starfsins á stofunni er hún í doktorsnámi við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka áhrif nýs greiningar- og meðferðartækis í sjúkraþjálfun skjólstæðinga með hálsáverka í kjölfar bílákeyrslu. Við hlökkum til nánara samstarfs með Hörpu.
1. Sept 2020
K!M ENDURHÆFING HEFUR HAFIÐ STÖRF
K!M Endurhæfing og sjúkraþjálfun býður upp á rúmlega 650 fm húsnæði þar sem framúrskarandi aðstaða er fyrir starfsemi sjúkraþjálfara og endurhæfingu, Við leggjum áherslu á árangurstengda nálgun auk þverfaglegrar samvinnu með það að markmiði að hámarka árangur skjólstæðinga okkar. Fagfólk okkur tekur vel á móti ykkur.
9. júní 2020
VIÐ RÁÐUM
K!M ENDURHÆFING leitar af framúrskarandi sjúkraþjálfurum
Ert þú árangursdrifinn og metnaðarfullur sjúkraþjálfari, sem er tilbúinn að takast á við krefjandi áskoranir sjúkraþjálfunnar og hafa mótandi áhrif á greinina á alþjóðlegum vettvangi? Þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig.
Við ætlum að fjölga í teyminu og óskum því eftir að ráða fleiri metnaðarfulla sjúkraþjálfara sem eru tilbúnir að takast á við áskoranir sjúkraþjálfunnar á nýjan hátt í kraftmiklu og þverfaglegu starfsumhverfi.