OKKAR ÞJÓNUSTA

Sjúkraþjálfarar okkar sinna allri almennri sjúkraþjálfun og leggja metnað sinn í að sérhæfa sig á hinum ýmsu sviðum, má þar nefna:

 

1

HÖFUÐ - HÁLS VERKIR

Að skilja orsök sársauka og hvernig hægt er að ná bata

K!M Endurhæfing og sjúkraþjálfun er brautryðjandi í mati og meðferð á afleiðingum háls- og höfuðáverka. Myndgreining getur ekki alltaf greint orsök sársauka því notum við nýstárlega tækni til að meta virkni á umræddu svæði og ákvarða bestu meðferðaráætlunina fyrir þig. Náið samstarf við samstarfsaðila NeckCare gefur okkur tækifæri til að fylgjast með nýjustu þróuninni á þessu sviði og bjóða upp á nýjustu og bestu meðferðina við vandamálum á höfði og hálsi.

Hálsverkir

 

Hálsverkir geta komið fram vegna slyss eða áverka en í sumum tilvikum er það vegna slæms ávana eins og rangrar líkamsstöðu eða einhæfs álags á líkamann. Við notum nýjustu tækni til að kanna með sannarlegum hætti orsök vandans og þróum persónulega meðferðaráætlun til að styðja við þinn bata. Ef vandamálið er tengt slæmum ávana færðu nauðsynlegar leiðbeiningar og fræðslu til að breyta þar um og læra rétta líkamsbeitingu. Sambland kennslu, meðferðar og æfinga gefur þér bestu líkurnar á að bata, sem og að lágmarka sársauka og áhrif hans á daglegt líf.

Höfuðáverkar

Heilahristingur er heilaskaði sem getur valdið varanlegum áhrifum á heilavef og breytt efnafræðilegu jafnvægi heilans. Heilahristingur getur valdið líkamlegum, vitsmunalegum og atferlislegum einkennum og vandamálum, bæði til skamms tíma og langs tíma. Hálsmeiðsli fylgja oft heilahristingi. Í samstarfi við taugalækni framkvæmum við einstakt próf til að ákvarða áhrif áverka á jafnvægi, samhæfingu og almenna líkamlega getu. Við meðhöndlum meiðslin með því að leiðbeina sjúklingnum í gegnum örugga og einstaklingsmiðaða bataáætlun.  

NeckSmart - nýsköpun sem gefur nýja sýn á mat og meðferðir

Við erum brautryðjendur í notkun NeckSmart kerfisins á Íslandi með áherslu á verki í hálsi og höfuðáverka. Kerfið býður upp á einstaka aðferð til að meta alvarleika áverka á háls og höfuð. Við notum þetta gagnreynda kerfi sem þjálfunartæki til að stuðla að hreyfanleika, jafnvægi, stjórn  og samhæfingu hreyfinga í hálsi og höfði. Við veitum þér hlutlægt mat við upphaf og lok meðferðar ásamt því að fylgjast með árangri þínum í gegnum meðferðina.

 

2

HNÉVERKIR

Að minnka og stjórna verkjum
K!M Endurhæfing og sjúkraþjálfun hefur framúrskarandi þekkingu á meðferðum við hnéverkjum vegna slitgigtar. Meðferðir okkar byggja á þjálfunaráætlunum sem gera þér kleift að byggja upp stöðuleika og styrk í hnénu sem undirbýr þig fyrir virkari lífsstíl og hreyfingu með minni sársauka. Við sérhæfum okkur í árangursríkum meðferðum sem einnig byggja á notkun stuðningstækja. Rannsóknarniðurstöður benda til þess að slíkar samsettar meðferðir við slitgigt í hné séu árangursríkar og sanna að geti létt sársauka.  

Slitgigt

Slitgigt er einn algengasti liðbólgusjúkdómurinn en milljónir manna um allan heim þjást af slitgigt. Slitgigt verður þegar liðbrjóskið í liðamótum á endum beina eyðist á löngum tíma. Sjúkdómurinn getur lagst á nánast hvaða liði líkamans sem er en algengast er að sjúkdómurinn leggist á liði í höndum, hnjám, mjöðmum og hrygg. Það eru ekki til lyf sem lækna slitgigt en hins vegar er oft hægt að halda einkennum sjúkdómsins niðri. Heilbrigður lífsstíll með góðri hreyfingu og mataræði getur hægt á þróun slitgigtar og minnkað liðverki.

Meðferð við slitgigt í hné

Fyrsta og mikilvægasta skrefið er að fá faglegar ráðleggingar sérfræðinga varðandi lífsstíl og hreyfingu. Við beitum þverfaglegri og heildræni nálgun en með samvinnu við lækna og næringarfræðinga tryggjum við að sú meðferð sem verður fyrir valinu falli sem best að þínum lífsstíl og gerir þér kleift að stunda þá hreyfingu sem þú hefur mesta ánægju af. Í mörgum tilvikum er ekki þörf á skurðaðgerð til þess að losna við sársauka við hreyfingu. Við vinnum með þér svo þú getir verið líkamlega virk/ur en um leið stjórnað þínum verkjum.

©Össur

Endurhæfing og Unloader One spelka - fullkomin blanda

Unloader One spelkan getur seinkað þörfinni á aðgerð til að skipta um hnélið (árafjöldi hefur hvorki verið rannsakaður né staðfestur) og aukið lífsgæði hjá mörgum slitgigtarsjúklingum. Þegar skipt er um hnélið að hluta til eða að öllu leyti þarf breytingu á líkamshreyfingum til að lengja endingartíma gerviliðarins. Það er ekki að ástæðulausu: Hnéliðir sem skipt er um með skurðaðgerð slitna á um 10 til 15 árum. Þá verður að framkvæma uppbótarskurðaðgerð sem er í raun önnur viðamikil skurðaðgerð. Meðferð sem byggir á notkun spelku og sjúkraþjálfun gefur þér tækifæri til að stjórna hnéverkjum og seinka skurðaðgerð. 

©Össur

 

3

GÖNGUÞJÁLFUN

Endurhæfing sem þú getur treyst

K!M Endurhæfing og sjúkraþjálfun hefur framúrskarandi þekkingu á þjálfun þeirra sem nota gerviliði og býður upp á þjálfunaráætlanir sem gera þér kleift að ná sem bestum árangri með þínum stoðtækjum. Sama hver metnaður þinn er, þá höfum við þjálfunaráætlunina sem aðstoðar þig við að ná þínu markmiði.

Kim De Roy (mynd) - Sjúkraþjálfari og framkvæmdistjóri - er með yfir 20 ára reynslu í gönguþjálfun með gerviliði og notar sjálfur gervifót.

Að treysta gerviliði

Fyrsta skrefið í endurhæfingu þeirra sem notast við gervilið eða gerviútlim er að læra að treysta honum og nýta á skilvirkan hátt. Með röð af ákveðnum grunnæfingum öðlast notandinn stöðugleika, jafnvægi og stjórn á gerviliðnum. Æfingarnar skapa traustan grunn fyrir þjálfun við meira krefjandi aðstæður eins og að ganga í ójöfnu landslagi. Þegar þú hefur lokið þessum æfingum verður þú að geta sagt: Ég er sjálfsörugg/-ur!

Að ganga með öryggi

Næsta skref beinist að því að læra beita gerviliðnum á sem skilvirkasta hátt og þannig koma í veg fyrir viðvarandi gangtruflanir sem gætu valdið langvarandi fylgikvillum síðar á lífsleiðinni. Í þessum áfanga munum við einnig einbeita okkur að þróaðri verkefnum eins og að fara upp og niður stiga, ganga í halla og að hreyfa sig við meira krefjandi aðstæður eins og í ójöfnu landslagi. Þegar þú hefur lokið þessum æfingum verður þú að geta sagt; Ég geng!

Að vera virk

Það hafa ekki allir þörf á að hlaupa en við þurfum öll að huga að mikilvægi þess að vera líkamlega virk. Í þessum áfanga er lögð áhersla á lipurð, stjórnun og styrk. Ef þú vilt, þá munum við einnig kenna þér að nota stoðtækjafótinn til að hreyfa þig með meiri hraða og á skilvirkari hátt, eins og að hlaupa eða framkvæma ákveðnar grundvallarhreyfingar við margvíslegar athafnir. Þegar þú hefur lokið þessum æfingum verður þú að geta sagt; Ég er virk/ur.

©Össur