top of page
Acerca de
HNÉVERKIR
Að minnka og stjórna verkjum
K!M Endurhæfing og sjúkraþjálfun hefur framúrskarandi þekkingu á meðferðum við hnéverkjum vegna slitgigtar. Meðferðir okkar byggja á þjálfunaráætlunum sem gera þér kleift að byggja upp stöðuleika og styrk í hnénu sem undirbýr þig fyrir virkari lífsstíl og hreyfingu með minni sársauka. Við sérhæfum okkur í árangursríkum meðferðum sem einnig byggja á notkun stuðningstækja. Rannsóknarniðurstöður benda til þess að slíkar samsettar meðferðir við slitgigt í hné séu árangursríkar og sanna að geti létt sársauka.
Slitgigt
Slitgigt er einn algengasti liðbólgusjúkdómurinn en milljónir manna um allan heim þjást af slitgigt. Slitgigt verður þegar liðbrjóskið í liðamótum á endum beina eyðist á löngum tíma. Sjúkdómurinn getur lagst á nánast hvaða liði líkamans sem er en algengast er að sjúkdómurinn leggist á liði í höndum, hnjám, mjöðmum og hrygg. Það eru ekki til lyf sem lækna slitgigt en hins vegar er oft hægt að halda einkennum sjúkdómsins niðri. Heilbrigður lífsstíll með góðri hreyfingu og mataræði getur hægt á þróun slitgigtar og minnkað liðverki.
Meðferð við slitgigt í hné
Fyrsta og mikilvægasta skrefið er að fá faglegar ráðleggingar sérfræðinga varðandi lífsstíl og hreyfingu. Við beitum þverfaglegri og heildræni nálgun en með samvinnu við lækna og næringarfræðinga tryggjum við að sú meðferð sem verður fyrir valinu falli sem best að þínum lífsstíl og gerir þér kleift að stunda þá hreyfingu sem þú hefur mesta ánægju af. Í mörgum tilvikum er ekki þörf á skurðaðgerð til þess að losna við sársauka við hreyfingu. Við vinnum með þér svo þú getir verið líkamlega virk/ur en um leið stjórnað þínum verkjum.
©Össur
Endurhæfing og Unloader One spelka - fullkomin blanda
Unloader One spelkan getur seinkað þörfinni á aðgerð til að skipta um hnélið (árafjöldi hefur hvorki verið rannsakaður né staðfestur) og aukið lífsgæði hjá mörgum slitgigtarsjúklingum. Þegar skipt er um hnélið að hluta til eða að öllu leyti þarf breytingu á líkamshreyfingum til að lengja endingartíma gerviliðarins. Það er ekki að ástæðulausu: Hnéliðir sem skipt er um með skurðaðgerð slitna á um 10 til 15 árum. Þá verður að framkvæma uppbótarskurðaðgerð sem er í raun önnur viðamikil skurðaðgerð. Meðferð sem byggir á notkun spelku og sjúkraþjálfun gefur þér tækifæri til að stjórna hnéverkjum og seinka skurðaðgerð.
©Össur
bottom of page