top of page

Acerca de

HÖFUÐ- OG HÁLSÁVERKAR

Concept coronavirus, respiratory virus with indicating location of the pain.Woman sufferin

Að skilja orsök sársauka og hvernig hægt er að ná bata

K!M Endurhæfing og sjúkraþjálfun er brautryðjandi í mati og meðferð á afleiðingum háls- og höfuðáverka. Myndgreining getur ekki alltaf greint orsök sársauka því notum við nýstárlega tækni til að meta virkni á umræddu svæði og ákvarða bestu meðferðaráætlunina fyrir þig. Náið samstarf við samstarfsaðila okkar í NeckCare gefur okkur tækifæri til að fylgjast með nýjustu þróun á þessu sviði og bjóða upp á nýjustu og bestu meðferðina við vandamálum á höfði og hálsi.

Concept coronavirus, respiratory virus with indicating location of the pain.Woman sufferin

Hálsverkir

 

Hálsverkir geta komið fram vegna slyss eða áverka en í sumum tilvikum er það vegna slæms ávana eins og rangrar líkamsstöðu eða einhæfs álags á líkamann. Við notum nýjustu tækni til að kanna með sannarlegum hætti orsök vandans og þróum persónulega meðferðaráætlun til að styðja við þinn bata. Ef vandamálið er tengt slæmum ávana færðu nauðsynlegar leiðbeiningar og fræðslu til að breyta þar um og læra rétta líkamsbeitingu. Sambland kennslu, meðferðar og æfinga gefur þér bestu líkurnar á að bata, sem og að lágmarka sársauka og áhrif hans á daglegt líf.

Heilaáverkar

Heilahristingur er ákveðin undirtegund heilaáverka sem getur valdið áhrifum á heilavef og breytt lífeðlisfræðilegu jafnvægi heilans. Heilahristingur getur valdið skammtíma og langtíma skyn-, hreyfi-, vitrænum- og tilfinningaskerðingum. Þegar lífaflfræðin að baki áverkanum er skoðuð er ljóst að hálsmeiðsli eru líkleg til að fylgja heilahristingi. Í samstarfi við taugalækni framkvæmum við einstakt próf til að ákvarða áhrif áverka á jafnvægi, samhæfingu og almenna líkamlega getu. Við meðhöndlum meiðslin með því að leiðbeina sjúklingnum í gegnum örugga og einstaklingsmiðaða bataáætlun.  

Brain%20diseases%20problem%20cause%20chronic%20severe%20headache_edited.jpg
6W6A2415.jpg

NeckSmart - nýsköpun sem gefur nýja sýn á mat og meðferðir

Við erum brautryðjendur í notkun NeckSmart kerfisins á Íslandi með áherslu á verki í hálsi og heilaáverka. Kerfið býður upp á einstaka aðferð til að meta alvarleika áverka á háls og höfuð. Við notum þetta gagnreynda kerfi sem þjálfunartæki til að stuðla að hreyfanleika, jafnvægi, stjórn  og samhæfingu hreyfinga í hálsi og höfði. Við veitum þér hlutlægt mat við upphaf og lok meðferðar ásamt því að fylgjast með árangri þínum í gegnum meðferðina.

Hefur Þú lent í höfuð- eða hálsáverka?
Bókaðu tíma í hlutlægt mat!

Takk fyrir!
bottom of page