top of page

HÁLS- OG HÖFUÐÁVERKA MÓTTAKA

Háls- og höfuðáverka móttakan er samstarfsverkefni Heilsuverndar, K!M endurhæfingar og Heilaheilsu. Markmið móttökunnar er að veita sérhæfða og árangurstengda þjónustu við einkennum háls- og höfuðáverka á einum stað.  Lykillinn að árangursríkri meðferð við einkennum háls- og höfuðáverka er samhæfð nálgun í meðhöndlun einkenna. Á móttökunni starfar þverfaglegt teymi sjúkraþjálfara, sálfræðinga, íþróttafræðinga, heimilislækna, næringarfræðinga og markþjálfa sem vinna saman að því að veita heildstæða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Við höfum sérhæft okkur í mati og meðhöndlun háls- og höfuðáverka. 

Asset 1kim.png

HÁLS- OG HÖFUÐÁVERKAR

​

Háls- og höfuðáverkar, s.s. heilahristingur geta komið til vegna beins eða óbeins höggs á höfuð, andlit, háls, eða aðra líkamsparta. Flestir jafna sig innan 14 daga en aðrir glíma við einkenni í lengri tíma. Langvarandi einkenni geta haft gríðarleg áhrif á líðan og lífsgæði. Ef einkenni eru enn til staðar eftir 14 daga er mælt með að þú hafir samband við heimilislækni þinn til að fá tilvísun á háls- og höfuðáverka móttökuna.  Því fyrr sem gripið er inn í ferlið með sérhæfðri þjónustu því meiri líkur á fullnægjandi bata. 

Asset 2kim.png

ALGENGASTA EINKENNI  

​

LÍKAMLEG

HUGRÆN​

Asset 11kim.png

Höfuðverkur
Þrýstingur í höfði
Verkir í hálsi, öxlum, handleggjum
Ljós- og hljóðfælni
Svimi og jafnvægistruflanir
Sjóntruflanir
Ógleði eða uppköst

Asset 12kim.png

Minnistruflanir
Erfitt með að halda einbeitingu
Eins og allt sé í þoku 
Hægari hugsun og viðbrögð

SVEFN​

​

Asset 13kim.png

Erfiðleikar með að sofna
Vakna oft að nóttu
Sofa meira en venjulega
Sofa minna en venjulega

Þreyta

SÁLRÆN

Asset 14kim.png

Kvíði
Tilfinningasveiflur, aukin viðkvæmni
Áhyggjur og streita
Þunglyndi
Pirringur
Vonleysi

ÁHERSLUR Í MEÐFERÐ Á HÁLS- OG HÖFUÐÁVERKA MIÐSTÖÐINNI

​

Farið er í gegnum ítarlegt mat á einkennum háls- og höfuðáverka. Sérfræðingar í mati á einkennum og meðferð kortleggja einkenni og leggja drög að einstaklingsbundinni meðferðaráætlun. Að auki er í boði fræðsla um háls- og höfuðáverka, um einkenni, orsakir og batahorfur. Sú fræðsla er talin vera einn af lykilþáttum í árangursríkri meðferð. Fræðslan fer fram í gegnum netið og getur hver og einn sótt fræðsluna á sínum hraða.

​

Árangurstengd og sérhæfð sjúkraþjálfun

Viðeigandi sjúkraþálfun er ákveðin með sérfræðingum K!M endurhæfingu sem hafa sérhæft sig í hálsáverka. Þeir vinna að greiningu með Neckcare og meta jafnframt jafnvægi og samhæfingu.

 

Sálfræðimeðferð

Að lenda í háls- eða höfuðáverka getur verið erfið lífsreynsla og vakið upp tilfinningar eins og sorg, reiði og vanmátt. Slíkar tilfinningar eru eðlilegar strax eftir áverka en mikilvægt er að leita sér aðstoðar ef einkenni verða viðvarandi eða aukast. Kvíði og vanlíðan eru algeng vandamál eftir áverka og hamla bata. Sálfræðingar á háls- og höfuðáverkamiðstöðinni sérhæfa sig í að meðhöndla tilfinningavanda sem fylgir oft háls- og höfuðáverkum, s.s. kvíða, þunglyndi, áfallastreitu, streitu- og svefnvanda.

 

Hreyfing og áreynsluþjálfun

Hreyfing og áreynsluþjálfun er ein af árangursríkustu meðferðum við langvarandi einkennum heilahristings. Íþróttafræðingar framkvæma mælingar, gefa leiðbeiningar um viðeigandi hreyfingu og stýra áreynsluþjálfun. Íþróttafræðingurinn sinnir meðferð á móttökunni að Urðarhvarfi 14, en einnig í nærumhverfi skjólstæðinga og/eða í samstarfi við aðra þjálfara eða sjúkraþjálfara.

HAFÐU SAMBAND VIÐ HÁLS- OG HÖFUÐMÓTTÖKUNA EF 
EINKENNI ERU ENN TIL STAÐAR EFTIR 14 DAGA 

​

Takk fyrir!
bottom of page