STARFSFÓLK
Sjúkraþjálfarar / Osteópatar
Nanna Yngvadóttir, MSc Sjúkraþjálfun
Sími: 517- 0400 - Netfang: Nanna@kimphysio.com
Nanna útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 2022 og hefur verið hluti af teymi K!M Endurhæfingar síðan. Þar áður stundaði Nanna klínískt nám undir handleiðslu Hörpu hjá Kim Endurhæfingu.
Starfsferill:
K!M Endurhæfing 2022 - núverandi
Piotr Sakowski, MSc Sjúkraþjálfun / MSc Osteópati
Sími: 517- 0400 - Netfang: piotr@kimphysio.com
Piotr útskrifaðist með MSc gráðu í Kinesiology and Physical Therapy frá Háskóla Gdansk í Pollandi árið 2019. Piotr útskrifaðist árið 2021 með MSc grádu í Osteopatic Medicine frá Flanders International College of Osteopathy.
Piotr hefur starfað sem íþróttasjúkraþjálfari síðan 2018 og hefur sérhæft sig í meðhöndlun á háls, bak og stoðkerfisvandamálum.
Viktor Steinn Bonometti, MSc Osteópati
Sími: 517- 0400 - Netfang: viktor@kimphysio.com
Viktor útskrifaðist sem Osteópati frá Háskóla í Milan árið 2021 og hefur verið hluti af teymi K!M Endurhæfingar síðan.
Starfsferill:
K!M Endurhæfing 2022 - núverandi
Þorsteinn Kristjánsson, MSc Sjúkraþjálfun
Sími: 517- 0400 - Netfang: steini@kimphysio.com
Rannsóknarverkefni Þorsteins til meistaragráðu kannaði áhrif þjálfunar hreyfikerfis öndunar á lungnarúmmál einstaklinga með langvinna þverlömun. Eftir útskrift gekk Þorsteinn til liðs við K!M Endurhæfingu en á meistarastigi stundaði Þorsteinn einnig klínískt nám á stofunni.
Starfsferill:
K!M Endurhæfing 2022 - núverandi
Grensásdeild Landspítala Sumar 2021
Aniel Amietkumar Ramhiet
Sími: 517- 0400 - Netfang: aniel@kimphysio.com
Aniel hefur starfað sem sjúkraþjálfari frá árinu 2009. Hann er með sérþekkingu á stjórnun hreyfinga og greiningu hreyfivandmála og hvernig hægt er að auka líkamlega virkni og getu með sjúkraþjálfun. Mat á árangri meðferðar ásamt tillögum um aðlögun og breytingar. Aðstoðar sjúklinga við að ljúka meðferðaráætlun með ráðgjöf um meðferð og æfingar sem lina líkamlegan sársauka.
Jacob Tyler Fouts - MSc. Sjúkraþjálfun
Sími: 517- 0400 - Netfang: jacob@kimphysio.com
Jacob útskrifaðist með BSc gráðu í Exercise Science og doktorsgráðu í sjúkraþjálfun við Heilbrigðisvísindaháskólann í St. Augustine, Florida, USA . Hann er með 11 ára reynslu sem sjúkraþjálfari og er sérhæfður í meðferð handameðferðar. Jacob veitir þeim sem hafa hlotið stoðkerfisáverka ráðgjöf og þjálfun.
Kim De Roy - MSc. Sjúkraþjálfun
Sími: 517- 0400 - Netfang: kim@kimphysio.com
Kim útskrifaðist með MSc gráðu í Rehabilitation Science and Physiotherapy frá Kaþólska Háskólanum Leuven í Belgíu árið 1999. Hann er einnig með MSc gráðu í Education - Rehabilitation Sciences and Physiotherapy og útskrifðist sem stoðtækjafræðingur árið 2002. Kim er með framúrskarandi þekkingu á þjálfun einstaklinga sem nota gerviútlim og býður upp á þjálfunarmeðferðir sem gera þeim kleift að ná sem bestum árangri með sínu stoðtæki.
Kim veitir þeim sem hafa hlotið höfuð- og hálsáverka ráðgjöf og þjálfun. Hann er sérfræðingur í notkun NeckSmart kerfisins.
Þjálfun
Hilmar Andrew McShane - BSc. Íþróttafræði
Sími: 517- 0400 - Netfang: hilmar@kimphysio.com
Hilmar er útskrifaður íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.
Hilmar stundar meistaranám við Háskólann í Reykjavík þar sem hann sérhæfir sig í íþróttavísindum og þjálfun. BSc verkefnið hans fjallaði um styrktarþjálfun barna á unglingsaldri í knattspyrnu. Hann hefur stundað knattspyrnu frá unga aldri og er leikmaður hjá Gróttu. Markmið hans er að nýta reynslu og þekkingu til þess að hjálpa öðrum að ná markmiðum sínum hvað varðar líkamlegt hreysti og almenna heilsu.