STARFSFÓLK

 

Ráðningar standa yfir núna.

Við leitum eftir framúrskarandi og metnaðarfullum sjúkraþjálfurum. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur sendu þá tölvupóst á kim@kimphysio.com

Kynntu þér starflýsingu hér:

Sæmundur Ólafsson - MSc. Sjúkraþjálfun

Sími: 517- 0400 - Netfang: saemundur@kimphysio.com

 

Sæmundur útskrifaðist með BSc í Sjúkraþjálfun árið 2018 og MSc í Sjúkraþjálfun árið 2020 frá Háskóla Íslands.

 

Meistaraverkefnið hans fjallaði um áhrif þreytu á hlaupahring, hreyfiferla og kraftvægi ökklaliðar hjá kvenhlaupurum. Sæmundur hefur mikinn áhuga á íþróttum og æfir hann hlaup með Íþróttafélagi Reykjavíkur og hefur hann meðal annars orðið Íslandsmeistari í hlaupum 11 sinnum.

 

Ásamt því að starfa hjá K!M endurhæfingu þá starfar hann sem hreyfistjóri hjá Heilsuvernd heilsugæslu í Urðarhvarfi. 

Snjólfur Björnsson - MSc. Sjúkraþjálfun

Sími: 517- 0400 - Netfang: snjolfur@kimphysio.com

 

Snjólfur Björnsson útskrifaðist með BSc í Sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2020. Í meistaraverkefni sínu skoðaði hann forvarnir við Jumper‘s knee.  

 

Ásamt því að starfa hjá K!M endurhæfingu þá starfar hann sem hreyfistjóri hjá Heilsuvernd heilsugæslu í Urðarhvarfi. Fyrri sjúkraþjálfunarstörf hans hafa verið á Grensásdeild Landspítalans sem og hann hefur starfað með ýmsum íþróttaliðum.  

 

Sjúkraþjálfarar

Valdimar Halldórsson - MSc. Sjúkraþjálfun

Sími: 517- 0400 - Netfang: valdimar@kimphysio.com

 

Valdimar útskrifaðist með BSc gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla íslands árið 2018 og lauk meistaragráðu þaðan árið 2020. Hann starfaði áður sem hóptímaþjálfari í Heilsuborg frá árunum 2016-2019 með áherslu á þjálfun einstaklinga með verki frá stoðkerfi. Hann hefur lokið námskeiði í Hugrænni Atferlismeðferð frá Stanford Háskóla.

 

Valdimar starfar núna sem sjúkraþjálfari körfuknattleiksdeildar Hauka ásamt því að sinna heilsulýðsverkefnum með Heilsuvernd.

Kim De RoyMSc. Sjúkraþjálfun - Framkvæmdastjóri

Sími: 517- 0400 - Netfang: kim@kimphysio.com

 

Kim útskrifaðist með MSc gráðu í Rehabilitation Science and Physiotherapy frá  Kaþólska Háskólanum Leuven, í Belgíu árið 1999. Einnig er hann með MSc  gráðu í Education - Rehabilitation Sciences and Physiotherapy og útskrifðist sem stoðtækjafræðingur árið 2002. Hann er með framúrskarandi þekkingu á þjálfun einstaklinga sem nota gerviútlim og býður upp á þjálfunarmeðferðir sem gera þeim kleift að ná sem bestum árangri með sínu stoðtæki.  

 

Kim veitir þeim sem hafa hlotið höfuð- og hálsáverka ráðgjöf og þjálfun. Hann er sérfræðingur í notkun NeckSmart kerfisins.

Sérfræðingar - Ráðgjafar

Dr. Eythor

Kristjansson

PhD. Sjúkraþjálfun

Sérfræðingur Manual Therapy