top of page

Acerca de

GÖNGUÞJÁLFUN

Low section of disabled active senior Caucasian woman with leg amputee exercising on tread

Endurhæfing sem þú getur treyst

K!M Endurhæfing og sjúkraþjálfun hefur framúrskarandi þekkingu á þjálfun þeirra sem nota gerviliði og býður upp á þjálfunaráætlanir sem gera þér kleift að ná sem bestum árangri með þínum stoðtækjum. Sama hver metnaður þinn er, þá höfum við þjálfunaráætlunina sem aðstoðar þig við að ná þínu markmiði.

Kim De Roy (mynd) - Sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri - er með yfir 20 ára reynslu í gönguþjálfun með gerviliði og notar sjálfur gervifót.

KIM run.JPG

Að treysta gerviliðum

Fyrsta skrefið í endurhæfingu þeirra sem notast við gervilið eða gerviútlim er að læra að treysta honum og nýta á skilvirkan hátt. Með röð af ákveðnum grunnæfingum öðlast notandinn stöðugleika, jafnvægi og stjórn á gerviliðnum. Æfingarnar skapa traustan grunn fyrir þjálfun við meira krefjandi aðstæður eins og að ganga í ójöfnu landslagi. Þegar þú hefur lokið þessum æfingum verður þú að geta sagt: Ég er sjálfsörugg/ur!

Low section of disabled active senior Ca

Að ganga með öryggi

Næsta skref beinist að því að læra beita gerviliðnum á sem skilvirkasta hátt og þannig koma í veg fyrir viðvarandi gangtruflanir sem gætu valdið langvarandi fylgikvillum síðar á lífsleiðinni. Í þessum áfanga munum við einnig einbeita okkur að þróaðri verkefnum eins og að fara upp og niður stiga, ganga í halla og að hreyfa sig við meira krefjandi aðstæður eins og í ójöfnu landslagi. Þegar þú hefur lokið þessum æfingum verður þú að geta sagt; Ég geng!

Low section of disabled active senior Ca

Að vera virk/ur

Það hafa ekki allir þörf á að hlaupa en við þurfum öll að huga að mikilvægi þess að vera líkamlega virk. Í þessum áfanga er lögð áhersla á lipurð, stjórnun og styrk. Ef þú vilt munum við einnig kenna þér að nota stoðtækjafótinn til að hreyfa þig með meiri hraða og á skilvirkari hátt, eins og að hlaupa eða framkvæma ákveðnar grundvallarhreyfingar við margvíslegar athafnir. Þegar þú hefur lokið þessum æfingum verður þú að geta sagt; Ég er virk/ur.

Sports.PNG

©Össur

bottom of page